Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Íþróttaárið 2014: Afrek Ástrósar ótrúleg
Birgitta er hér fyrir miðja mynd.
Laugardagur 10. janúar 2015 kl. 11:01

Íþróttaárið 2014: Afrek Ástrósar ótrúleg

Birgitta Sigurðardóttir taekwondokona gerir upp árið 2014

Birgitta Sigurðardóttir taekwondokona úr Grindavík gerir upp árið 2014 í íþróttum á Suðurnesjum. Bardagaíþróttir eru Birgittu ofarlega í huga en þar eiga Suðurnesjamenn orðið fjölmarga afreksmenn. Hún segir árangur fótboltafólks í Grindavík vera viss vonbrigði en er bjartsýn á að árið 2015 verði Suðurnesjamönnum farsælt.

Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2014 á Suðurnesjum?
Þar sem ég fylgist mest með bardagaíþróttum þá verð ég að nefna gott gengi taekwondo deildar Keflavíkur. þau eru endalaust að bæta sig og gera betur. Þarna er á ferðinni frábær og kraftmikill hópur á öllum aldri sem er svo heppinn að hafa þjálfara eins og Helga Rafn Guðmundsson til að stýra skútunni.

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?
Að hvorki karla- né kvennalið Grindavíkur í fótboltanum hafi náð sér almennilega á strik á árinu.

Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?
Að öllum öðrum ólöstuðum þá kemur Ástrós Brynjarsdóttir taekwondokona í Reykjanesbæ mér fyrst í hug en hennar afrek á árinu eru hreint ótrúleg. Björn Lúkas Haraldsson úr Grindavík æfir 3 bardagaíþróttir og tekst að vera í fremstu röð í þeim öllum. Einnig verð ég að nefna Grindvíkingana Jón Axel Guðmundsson körfuboltamann og Daníel Leó Grétarsson fótboltamann, en þessir strákar hafa alla burði til að vera í fremstu röð.

Public deli
Public deli
Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?
Bardagaíþróttirnar eru alltaf að styrkja sig í sessi. Iðkendur bardagaíþrótta á Suðurnesjum hafa átt góðu gengi að fagna á árinu og staðið sig frábærlega á bæði innlendum og erlendum mótum.

Hvernig sérðu íþróttafólk af Suðurnesjum standa sig á næsta ári?
Þetta verður frábært íþróttaár - hjá öllum íþróttagreinum.