Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2012: Gamall hundur skiptir um vettvang
Skúlii hægra megin ásamt Guðmundi Steinarssyni félaga sínum. Spurning hvort hann sé gamli hundurinn sem Skúli minnist á?
Mánudagur 31. desember 2012 kl. 10:13

Íþróttaárið 2012: Gamall hundur skiptir um vettvang

Njarðvíkingurinn Skúli Sigurðsson hjá vefsíðunni Karfan.is og Morgunblaðinu hefur lengi fylgst með íþróttum á Suðurnesjum og er ekki komið að tómum kofanum hjá kappanum í þeim fræðunum. Skúli var sáttum með íþróttaárið 2012 en árangur náðist á ýmsum sviðum.

Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2012 á Suðurnesjum?
Af fyrri hluta árs þá komu allir stóru titlarnir í körfunni heim til Suðurnesja þar sem Njarðvíkurstúlkur tóku tvennuna. Seinni hlutinn er svo að bjóða uppá Keflavíkurstúlkur ósigraðar og Samúal Kári Friðjónsson aðeins 16 ára að uppskera ansi vel, enda vel sáð þar á bæ skilst mér. Og síðast en ekki síst „comeback“ hjá Friðrik Stefánssyni í Njarðvíkurbúninginn.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?


Ég sé eftir Grindvíkingum úr Pepsideildinni.   


Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?


Það hlýtur að vera Heiðrún Rós Þórðardóttir sem varð Evrópumeistari í fimleikum.  


Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?


Júdódeildin hjá honum Gumma í Njarðvík er að koma alveg granít hörð inn.  Flottur árangur á stuttum tíma þar.  


Hvernig sérðu íþróttafólk af Suðurnesjum standa sig á næsta ári?
Ég sé fyrir mér fleiri afreksmenn/konur koma heim með gullpeninga um hálsinn. Völvan í mér sér fyrir sér gamlan hund í einhverri íþróttinni skipta um vettvang og gera góða hluti.