Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2010 - Vistaskipti Nick Bradford eftirminnilegust
Laugardagur 1. janúar 2011 kl. 14:25

Íþróttaárið 2010 - Vistaskipti Nick Bradford eftirminnilegust

Bakvörðurinn trausti Guðjón Árni Antoníusson hefur verið einn af betri leikmönnum knattspyrnuliðs Keflavíkur undanfarin ár en hann hefur leikið með meistaraflokk síðan árið 2002. Árið 2006 var Guðjón valinn íþróttamaður Keflavíkur og á kappinn að baki einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Guðjón var svekktur með gengi liðsins á árinu sem var að líða en hann er þegar farinn að huga að nýju tímabili með Keflvíkingum.


Hvað stóð uppúr á íþróttaárinu 2010 á Suðurnesjum?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Klárlega vistaskipti Nick Bradford úr UMFN yfir í Keflavík í miðri úrslitakeppni.


Hvernig metur þú árið 2010?

Auðvitað svekktur með lokaniðurstöðuna 6. sæti hjá liðinu. Töluverðar breytingar verða á leikmanna- og þjálfarahópnum. En það er nýtt tímabil þegar hafið og menn farnir að huga að næsta sumri og margir ungir strákar sem hafa staðið sig vel á árinu láta vonandi að sér kveða á því næsta. 


Markmið á næsta ári?

Vinna alla leiki og sjá hverju það skilar.