Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2010 - „Fótboltinn skeit á bitann“
Fimmtudagur 30. desember 2010 kl. 19:56

Íþróttaárið 2010 - „Fótboltinn skeit á bitann“

Magnús Gunnarsson körfuknattleiksmaður úr Njarðvík hefur átt áhugavert ár. Hann komst í aðra umferð úrslitakeppninnar í körfubolta ásamt Njarðvíkingum í vor en hélt svo utan og lék í dönsku úrvalsdeildinni um stund. Magnús snéri svo heim til Njarðvíkur nú fyrir skömmu og mun taka þátt í komandi baráttu með þeim í Iceland Express deildinni. Við fengum Magnús til að rýna í árið 2010.


Hvað finnst þér standa uppúr í íþróttalífinu á Suðurnesjunum árið 2010?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það sem stendur mest uppúr er það þegar Nick Bradford skipti frá Njarðvík til Keflavíkur í körfunnni segir Magnús kíminn. Annars er ég er bara ekki klár á því, ætli það sé bara ekki að Keflavík spilaði hörku rimmu við Snæfell í úrslitunum í körfunni. Svo nátturlega skeit fótboltinn á bitann eftir ágæta byrjun.


Hvernig var árið 2010 hjá þér?

Mitt ár var nú allt í lagi. Okkur Njarðvíkingum gekk reyndar ekki eins vel og við vildum í deild og bikar. Ég spilaði ágætlega í vetur en varð fyrir því óláni að rífa liðþófa rétt fyrir úrslitakeppni, ég náði engu að síður að spila en var ekki alveg heill. Þannig það var mjög súrt að lenda í þessu því maður var búinn að leggja allt tímabilið á sig og bíður spenntur eftir úrslitakeppninni þá meiðist maður sem var algjör bömmer. Svo gerðist frábær hlutur, ég fæ það tækifæri að fara til Danmerkur að spila bolta og það var geggjað að prófa það. Ég stóð mig bara nokkuð vel úti og var ánægður með mig þannig að ég er nokkuð sáttur með árið mitt í heildina litið.


Hvernig sérðu árið 2011 fyrir þér?

Markmiðið mitt er nátturlega að vinna þessa titla sem í boði eru. Svo yngist maður ekkert og stefnan er sett á að fara aftur út og reyna að taka kannski eitt til tvö ár þar.

Myndir/ Magnús í leik í Danmörku að ofan - Til hægri má sjá Magnús ásamt Jakob syni sínum (mynd úr einkasafni Magnúsar)