Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2010 - Fjör þegar úðararnir fóru í gang
Mánudagur 3. janúar 2011 kl. 10:30

Íþróttaárið 2010 - Fjör þegar úðararnir fóru í gang

Einar Daníelsson er 28 ára fótboltakappi og býr í Garðinum. Hann hefur spilað fótbolta með Víði Garði frá 5 ára aldri fyrir utan nokkur ár þar sem hann spilaði með Keflavík. Einnig byrjaði hann að þjálfa yngri flokka hjá Víði Garði í haust og þjálfaði í Knattspyrnuskóla Halla og Bóa núna rétt fyrir jól.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað finnst þér standa upp úr í íþróttalífinu á Suðurnesjunum árið 2010?
Það var fátt um fína drætti í íþróttalífinu þetta árið að mínu mati. Þó urðu Keflvíkingar Íslandsmeistarar í hinu sívinsæla sporti futsal í byrjun árs. Þá var oft fjör á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í sumar þegar að úðararnir fóru í gang í hálfleik.

Hvernig var árið 2010 hjá þér?
Ég var að glíma við meiðsli framan af ári og gat því lítið verið með en þó spilaði ég seinni part sumarsins (með Víði). Miklar mannabreytingar höfðu orðið á liðinu frá árinu á undan og var staðan því mjög erfið. Sumarið endaði þannig að liðið féll niður í 3.deild sem var mjög sorglegt. Hefði ég spilað allt sumarið hefði staðan eflaust verið önnur ;). Hins vegar gerðust góðir hlutir líka, því að ég gat eytt meiri tíma á golfvellinum en áður og náði ég þeim eftirtektarverða árangri að verða stigamótsmeistari Golfklúbbs Sandgerðis árið 2010.

Markmiðin þín á komandi ári?
Markmiðin fyrir komandi ár eru að hjálpa Víði að komast upp um deild og koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima. Svo mun ég einnig halda áfram að þjálfa yngri flokkana hjá Víði og vonandi tekst okkur að fjölga iðkendum og hjálpa þeim að bæta sig sem knattspyrnumenn/konur. Svo að lokum mun ég að sjálfsögðu reyna að verja titilinn í golfinu

VF-Mynd/siggijóns