Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2010 - Árangur Massa stendur uppúr
Föstudagur 31. desember 2010 kl. 10:45

Íþróttaárið 2010 - Árangur Massa stendur uppúr

Skúli Steinn Vilbergsson er einn þekktasti hnefaleikakappi landsins og var hann áberandi í íþróttalífinu hér fyrir nokkrum árum. Við spurðum Skúla aðeins um árið 2010 og hvað sé framundan á komandi ári þar sem Skúli hyggst jafnvel reyna fyrir sér á nýju sviði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hvað stóð uppúr árið 2010 í heimi íþróttanna á Suðurnesjunum?

Ætli það sé ekki íslandsmeistaratitill Massa í kraftlyftingum, þau eru að standa sig alveg ótrúlega vel, bæði strákarnir og stelpurnar undir dyggri handleiðslu Stulla. Auðvitað er líka stórmerkilegt að Aron Ómarsson hafi rústað íslandsmótinu í Mótorcross.

Á ekkert að fara að draga fram hanskana á næsta ári?
Ég keppti síðast í boxi 2005, ætlaði að fara að keppa aftur 2009 en þá braut ég mig illa í mótorhjólaslysi og hef ekkert getað boxað síðan.

Hvernig leggst svo komandi ár í þig?
2011 leggst ótrúlega vel í mig, er að klára atvinnuflugmanninn og er einnig að byrja í viðskiptafræði í HR núna í janúar. Er búinn að vera duglegur í lyftingum að undanförnu, stefni á að keppa í bekkpressu í maí, hver veit nema maður taki jafnvel þátt í vaxtarækt eða fitness líka.