Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ítalska landsliðið komið til landsins
Þriðjudagur 17. ágúst 2004 kl. 20:21

Ítalska landsliðið komið til landsins

Stjörnum prýtt knattspyrnulandslið Ítala lenti á Keflavíkurflugvelli nú fyrir skömmu. Þeir munu etja kappi við Ísland á Laugardalsvelli á morgun og er búist við metáhorfendafjölda á leiknum.

Þrír ítalskir áhangendur landsliðsins biðu fyrir utan og fögnuðu sínum mönnum innilega á leið út í rútu. Þau urðu þó lítil svipbrigðin á ítölsku leikmönnunum sem eru að vonum einbeittir fyrir leikinn á morgun. Einn var þó sprækur en það var Gianluigi Buffon, markmaður ítalska landsliðsins sem brosti til ljósmyndara Víkurfrétta.

Þjálfari ítalska landsliðsins, Marcello Lippi, var þungt hugsi þegar hann rýndi ofan í bækur í rútu þeirra. Ekki fara þó sögur af því hvort hann hafi verið að rita niður leikskipulag liðsins fyrir morgundaginn.

VF-mynd: Atli Már Gylfason
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024