Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ítalir sagðir áhugasamir um Arnór
Þriðjudagur 24. nóvember 2015 kl. 16:38

ítalir sagðir áhugasamir um Arnór

Palermo fylgist með miðjumanninum

Enn er verið að orða miðjumanninn Arnór Ingva Traustason við stórlið í Evrópu. Nú síðast er það ítalska liðið Palermo sem nefnt er til sögunnar. Félagið leikur í efstu deild á Ítalíu en fram kemur í fjölmiðlum þarlendis að félagið sé að fylgjast með Arnóri. Fótbolti.net greinir frá.

Arnór segist í samtali við VF ekki vita af þessum áhuga og því sé einfaldlega um slúður að ræða að svo stöddu. Áður hefur Reykjanesbæingurinn Arnór verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur nafn Aston Villa skotið upp kollinum oftar en einu sinni. Arnór lék á dögunum sína fyrstu A-landsleiki eftir að hafa verið í lykilhlutverki hjá sænska meistaraliðinu Norrköping.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024