Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslenskur sigur í Danmörku
Mynd og upplýsingar frá KKÍ.is.
Sunnudagur 16. júní 2013 kl. 16:48

Íslenskur sigur í Danmörku

Njarðvíkingurinn Bjök Gunnarsdóttir í úrvalsliði

U-15 ára landslið stúlkna í körfubolta fór með sigur af hólmi í boðsmóti í Kaupmannahöfn um helgina. Íslenska liðið sigraði það danska í úrslitaleiknum í framlengingu. Eftir æsispennandi leik var staðan 43 - 43 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Stelpurnar sýndu mikinn styrk í að klára leikinn og endaði hann með 7 stiga sigri, 57:50.

Björk Gunnarsdóttir frá Njarðvík var valin í úrvalslið mótsins. Þetta er í fyrsta skipti sem stúlkurnar ná í gull á þessu móti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024