Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 9. september 1999 kl. 13:24

ÍSLENSKUR KÖRFUBOLTI EKKI METINN AÐ VERÐLEIKUM Í EVRÓPU

VF hafði samband við Tony Garbaletto, þjálfara Ísfirðinga, sem þekkir vel til bresks körfuknattleiks, og spurði hann um möguleika ÍRB næsta miðvikudag. „Ég hef mikla trú á liði ÍRB. Breska liðið varð fyrir áfalli í síðustu viku þegar besti breski leikstjórnandi liðsins sleit krossbönd í hné. Án hans verða þeir líklegast að nota báða bandarísku bakverðina, þá Johnson og Kenya Chapers sem báðir mjög sterkir leikmenn og enginn vafi í mínum huga að Chapers verður besti leikmaðurinn á vellinum næsta miðvikudag. Þetta þýðir að liðið verður fámennara undir körfunum og lítið má bregða út af. London Leopards leikur alveg eins og Keflavík hér heima og þjálfari þeirra hefur aðeins eitt markmið, að skora stig hraðar en andstæðingurinn.“ Hvernig spáir þú að leikurinn fari? „Ég kem að sjálfsögðu suður og horfi á leikinn, vildi ekki fyrir mitt litla líf missa af þessum leik. Hvernig leikurinn fer veltur mikið á því hvernig ÍRB tekst að hemja þá Chapers og Johnson auk þess sem liðið verður að hafa sjálfstraustið í lagi. Ég vona svo sannarlega að ÍRB komist áfram því íslenskur körfubolti er ekki metinn að verðleikum í Evrópu. Hér eru margir afar góðir leikmenn sem eiga skilið að fá sýna hæfileika sína á stærra sviði.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024