Íslenskir hnefaleikakappar í keppnisferð til Bandaríkjanna!
Boxing Athletic Gym í Hafnarfirði, sem rekið er af Gujóni Vilhelm úr Keflavík, hyggur á keppnisferð til Minnesota í Bandaríkjunum 22. mars n.k. Þar munu þeir mæta boxurum úr Hortons Gym. BAG er eini starfandi boxklúbbur landsins en þar æfa nú um 50-60 manns.
Keppt verður í tólf þyngdarflokkum. Fjórtán keppendur fara frá BAG en þeir eru:
Jón Páll Leifsson 27 ára- léttveltivigt, Salvar Halldór Björnsson 26 ára- þungavigt, Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson 28 ára- þungavigt, Yevgen I. Stroginov 22 ára- léttvigt, Barði Stefánsson 18 ára- veltivigt, Þórður Sævarsson 22 ára- léttvigt, Bjarki Bragason 16 ára- léttvigt, Þórir Fannar 16 ára- létt millivigt, Arnar Bjarnason 15 ára- veltivigt, Gunnar Óli Guðjónsson 16 ára- veltivigt
Skúli Steinn Vilbergsson 16 ára- létt millivigt, Róbert Mar Jóhannsson 22 ára- létt þungavigt, Stefán Breiðfjörð 15 ára- létt millivigt og Daði Ástþórsson 21 árs- veltvigt. Þjálfarar eru Sigurjón Gunnsteinsson, Guðjón Vilhelm og Ólafur Guðlaugsson.
Í tilefni ferðarinnar voru tveir ólympískir þjálfarar fengnir til landsins og hafa þeir verið við kennslu og ráðgjöf í BAG. Þjálfarar þessir heita Chuck Horton og Bill Plumm. Chuck Horton er fimmfaldur Golden Gloves meistari í ólympískum hnefaleikum, hann er ólympíuþjálfari frá Ameríska boxsambandinu og hefur ferðast um Bandaríkin og kennt hnefaleika undanfarin ár, nú síðast í hinum virta herskóla West Point í New York. Bill Plumm er talinn vera einn af betri návígisboxþjálfurum í ólympískum hnefaleikum í Bandaríkjunum í dag. Þeir félagar segja Íslendinga standa nokkuð vel að vígi og a.m.k. þrír þeirra ættu góða möguleika á að komast í keppnina um Golden Gloves.
Boxáhugamenn bíða nú í ofvæni eftir að frumvarp þeirra um hnefaleika verði lagt fyrir Alþingi í vor. „Við höfum aldrei haft eins mikla trú á því að frumvarpið nái fram að ganga”, sagði Guðjón Vilhelms, á blaðamannafundi sem BAG efndi til sl. miðvikudag vegna ferðarinnar. „Það er vonandi að þessi ferð verði til þess að flýta fyrir því.” Að sögn Guþjóns er Ísland eina landið í heiminum sem bannar ólympíska íþróttagrein. Mikill áhugi er fyrir komu íslensku boxaranna til Minnesota og hafa fjölmiðlar þar á bæ m.a. fjallað um ferðina.
Keppt verður í tólf þyngdarflokkum. Fjórtán keppendur fara frá BAG en þeir eru:
Jón Páll Leifsson 27 ára- léttveltivigt, Salvar Halldór Björnsson 26 ára- þungavigt, Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson 28 ára- þungavigt, Yevgen I. Stroginov 22 ára- léttvigt, Barði Stefánsson 18 ára- veltivigt, Þórður Sævarsson 22 ára- léttvigt, Bjarki Bragason 16 ára- léttvigt, Þórir Fannar 16 ára- létt millivigt, Arnar Bjarnason 15 ára- veltivigt, Gunnar Óli Guðjónsson 16 ára- veltivigt
Skúli Steinn Vilbergsson 16 ára- létt millivigt, Róbert Mar Jóhannsson 22 ára- létt þungavigt, Stefán Breiðfjörð 15 ára- létt millivigt og Daði Ástþórsson 21 árs- veltvigt. Þjálfarar eru Sigurjón Gunnsteinsson, Guðjón Vilhelm og Ólafur Guðlaugsson.
Í tilefni ferðarinnar voru tveir ólympískir þjálfarar fengnir til landsins og hafa þeir verið við kennslu og ráðgjöf í BAG. Þjálfarar þessir heita Chuck Horton og Bill Plumm. Chuck Horton er fimmfaldur Golden Gloves meistari í ólympískum hnefaleikum, hann er ólympíuþjálfari frá Ameríska boxsambandinu og hefur ferðast um Bandaríkin og kennt hnefaleika undanfarin ár, nú síðast í hinum virta herskóla West Point í New York. Bill Plumm er talinn vera einn af betri návígisboxþjálfurum í ólympískum hnefaleikum í Bandaríkjunum í dag. Þeir félagar segja Íslendinga standa nokkuð vel að vígi og a.m.k. þrír þeirra ættu góða möguleika á að komast í keppnina um Golden Gloves.
Boxáhugamenn bíða nú í ofvæni eftir að frumvarp þeirra um hnefaleika verði lagt fyrir Alþingi í vor. „Við höfum aldrei haft eins mikla trú á því að frumvarpið nái fram að ganga”, sagði Guðjón Vilhelms, á blaðamannafundi sem BAG efndi til sl. miðvikudag vegna ferðarinnar. „Það er vonandi að þessi ferð verði til þess að flýta fyrir því.” Að sögn Guþjóns er Ísland eina landið í heiminum sem bannar ólympíska íþróttagrein. Mikill áhugi er fyrir komu íslensku boxaranna til Minnesota og hafa fjölmiðlar þar á bæ m.a. fjallað um ferðina.