Íslenskir boxarar á faraldsfæti
BAG-Hnefaleikafélag Reykjaness hefur verið starfrækt um árabil og er ávöxtur þess starfs nú loks að verða almenningi kunnur. Um síðustu helgi var þar haldin opin æfing þar sem á annað hundrað gesta gátu séð í fyrsta sinn boxkeppni frá því að ólympískir hnefaleikar voru leyfðir á Íslandi. Sú keppni var liður í þeirri dagskrá sem framundan er í Íslenska boxheiminum en næsti áfangi er ferð tveggja boxara til Danmerkur þar sem keppt verður á hinu árlega meistaramóti HSK Box Cup þar sem keppendur frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og nú Íslandi munu skiptast á höggum.HSK Box Cup er haldin í bænum Hillerød sem er rétt utan við Kaupmannahöfn. Þetta mót er eitt af stærri mótum sem haldin eru á Norðurlöndum og á síðasta ári fóru þar fram 142 bardagar. Mótið fer þannig fram að þetta er útsláttarkeppni og eru það því sterkustu boxararnir í hverjum þyngdarflokki sem bera sigur úr býtum. HSK Box Cup fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi.
Það eru þeir Þórður Sævarsson 24ra ára millivigtari og Skúli Vilbergsson 18 ára létt-þungavigtari sem leggja land undir fót og fara í heimsókn til fyrrum drottnara okkar, Dana, til að sýna hvað í Íslendingum býr. Gríðarlega stífar æfingar hafa átt sér stað að undanförnu og er það nokkuð ljóst að þessir drengir ætla ekki að verða þjóð okkar til skammar. Það er Guðjón Vilhelm boxþjálfari hjá BAG sem hefur ásamt góðum styrktaraðilum séð til þess að gera þessa ferð að veruleika og er það undir hans leiðsögn sem þeir Skúli og Þórður munu keppa. Báðir þessir kappar hafa stundað ólympíska hnefaleika um árabil. Þórður þykir vera með allra fimustu hnefaleikaköppum landsins. Hann hefur æft íþróttina í u.þ.b. 5 ár og fluttist á síðasta ári tímabundið til Duluth, Minnesota þar sem hann æfði hjá ólympíuþjálfaranum Chuck Horton og keppti með hans liði. Skúli hefur æft hnefaleika undanfarin 3 árin og var ásamt Þórði í BAG liðinu sem fór í keppnisferð til Bandaríkjanna á síðasta ári og var það mat fróðra að þarna væri á ferðinni gríðarlega efnilegur kappi sem ætti framtíðina fyrir sér í íþróttinni.
Það þarf vart að taka það fram að þetta er í fyrsta sinn í tæp 50 ár sem íslenskir boxarar keppa á opinberu móti og er þetta því mikil tímamót í sögu og framgangi þessarrar íþróttar hér á landi.
Það eru þeir Þórður Sævarsson 24ra ára millivigtari og Skúli Vilbergsson 18 ára létt-þungavigtari sem leggja land undir fót og fara í heimsókn til fyrrum drottnara okkar, Dana, til að sýna hvað í Íslendingum býr. Gríðarlega stífar æfingar hafa átt sér stað að undanförnu og er það nokkuð ljóst að þessir drengir ætla ekki að verða þjóð okkar til skammar. Það er Guðjón Vilhelm boxþjálfari hjá BAG sem hefur ásamt góðum styrktaraðilum séð til þess að gera þessa ferð að veruleika og er það undir hans leiðsögn sem þeir Skúli og Þórður munu keppa. Báðir þessir kappar hafa stundað ólympíska hnefaleika um árabil. Þórður þykir vera með allra fimustu hnefaleikaköppum landsins. Hann hefur æft íþróttina í u.þ.b. 5 ár og fluttist á síðasta ári tímabundið til Duluth, Minnesota þar sem hann æfði hjá ólympíuþjálfaranum Chuck Horton og keppti með hans liði. Skúli hefur æft hnefaleika undanfarin 3 árin og var ásamt Þórði í BAG liðinu sem fór í keppnisferð til Bandaríkjanna á síðasta ári og var það mat fróðra að þarna væri á ferðinni gríðarlega efnilegur kappi sem ætti framtíðina fyrir sér í íþróttinni.
Það þarf vart að taka það fram að þetta er í fyrsta sinn í tæp 50 ár sem íslenskir boxarar keppa á opinberu móti og er þetta því mikil tímamót í sögu og framgangi þessarrar íþróttar hér á landi.