Íslenska landsliðið leikur til úrslita í dag
Ísland mætir Kýpur í úrslitaleik Smáþjóðaleikanna í körfuknattleik karla í dag. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma en brösuglega hefur gengið að knýja fram sigur gegn Kýpur.
Í Kýpurliðinu eru tveir leikmenn fæddir í Bandaríkjunum, Darren Fowlks er annar þeirra. Hann lék 5 leiki með Grindavík í úrvalsdeildinni 1990. Kappinn er því kominn nokkuð til ára sinna en engu að síður í fullu fjöri. Hinn heitir Jo Jo Garcia, hávaxinn leikmaður sem erfitt er að eiga við í teignum. Þá er aðalbakvörður Kýpur sterkur leikmaður, en hann leikur með Saloniki í grísku úrvalsdeildinni.
VF-mynd/ frá leik íslenska landsliðsins í Keflavík