Íslenska landsliðið á leiðinni til Rússlands á æfingamót
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hélt af stað í morgun í æfingaferð til Rússland, en rússneska körfuknattleikssambandið hefur boðið liðinu að taka þátt í móti sem fram fer í borginni Kazan.
Í hópnum eru Suðurnesjamennirnir Elvar Már Friðriksson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Logi Gunnarsson og Ólafur Ólafsson.
Fjögur lið keppa á mótinu en auk Íslands og Rússlands eru lið Þýskalands og Ungverjalands.
Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
11. ágúst kl. 20:00 (17:00 á Íslandi): Ísland - Þýskaland
12. ágúst kl. 16:00 (13:00 á á Íslandi): Ísland - Ungverjaland
13. ágúst kl. 12:30 (09:30 á Íslandi): Rússland - Ísland