Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Íslendingar komnir langleiðina á EM í körfu
Fimmtudagur 21. ágúst 2014 kl. 10:04

Íslendingar komnir langleiðina á EM í körfu

Íslendingar virðast svo gott sem búnir að tryggja sér farseðilinn á lokakeppni Evrópumótsins í körfubolta, eftir frækinn sigur á Bretum í London í gær. Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var að leika sinn 103. landsleik í London í gær en hann var í skýjunum eftir þennan stærsta leik á ferli sínum. „Við erum með stórt hjarta og spilum allir saman sem lið,“ sagði Logi í samtali við Rúv eftir leikinn. Logi hóf landsliðsferilinn árið 2000 en þá óraði hann ekki fyrir því að hann ættu nokkurn tímann eftir að leika á stórmóti með landsliðinu. Nokkrir Suðurnesjamenn eru í hópnum og hafa þeir leikið fína rullu fyrir liðið, auk þess sem Hörður Axel Vilhjálmsson tengdasonur Suðurnesja lék einn sinn besta landsleik í gær.

Ekkert er í hendi enn með sæti á Eurobasket, enn eru margir leikir eftir en vissulega jukustu möguleikarnir mikið með sigrinum gegn Bretum.
Eftir leiki gærkvöldsins er staðan sú að Bosnía, Ísrael, Pólland, Belgía, Tékkland , Lettland og Ítalía fara áfram í 1. sæti. 2 lið eru með 2 sigra í 2. sæti, Ísland og Makedónía og þar eru Makedónar ofar með 1,0534 en Ísland er með 1,0237. Restin er með 1 sigur og þar eru Rússar með 1,2050, Þýskaland með 1,000, Georgía með 0,9595, Svartfjallaland með 0,9298 og eftir situr Rúmenía með 0,8875.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024