Íslendingar burstuðu Dani í hnefaleikum
 Íslendingar sigruðu Dani 4:0 í hnefaleikakeppni sem fram fór í Íþróttahúsi Keflavíkur í kvöld. Bardagarnir voru allir mjög harðir og skemmtu áhorfendur sér mjög vel. Beðið var með eftirvæntingu eftir bardaga Skúla Vilbergssonar og danans Dennis Ronberg, en Skúli sigraði bardagann 2:1. Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt var sett með formlegum hætti í upphafi keppninnar, en það var Steinþór Jónsson formaður Ljósanæturnefndar sem setti hátíðina með formlegum hætti. Hér má sjá myndasyrpu frá hnefaleikakeppninni.
Íslendingar sigruðu Dani 4:0 í hnefaleikakeppni sem fram fór í Íþróttahúsi Keflavíkur í kvöld. Bardagarnir voru allir mjög harðir og skemmtu áhorfendur sér mjög vel. Beðið var með eftirvæntingu eftir bardaga Skúla Vilbergssonar og danans Dennis Ronberg, en Skúli sigraði bardagann 2:1. Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt var sett með formlegum hætti í upphafi keppninnar, en það var Steinþór Jónsson formaður Ljósanæturnefndar sem setti hátíðina með formlegum hætti. Hér má sjá myndasyrpu frá hnefaleikakeppninni.Tæplega 900 áhorfendur voru í Íþróttahúsinu og eins og áður segir var stemningin mikil og Íslendingarnir voru vel studdir. Það var Hnefaleikafélag Reykjaness sem stóð að keppninni og voru allir íslensku keppendurnir af Suðurnesjum.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Það var hart tekist á í hringnum í bardaga Skúla og Dennis.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				