Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 30. nóvember 2003 kl. 20:18

Íslandsmótið innanhúss

Um helgina fór Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu fram.

1. deild karla
Keflvíkingar hófu keppni í A riðli ásamt ÍA, Fylki og Tindastóli. Skemmst frá að segja áttu Keflvíkingar góða innkomu og unnu Fylki 3-1 og Tindastól 10-2.  Þeir töpuðu þó fyrir Skagamönnum, sem unnu riðilinn en Keflavík lenti í öðru sæti og komust upp í 8-liða úrslit.
Mótherjar þeirra þar voru Valur, og endaði sá leikur með sigri Valsara 4-1. Valur hélt áfram upp í úrslitin þar sem þeir töpuðu fyrir Völsungi sem hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum.

2.deild kvenna

Keflavíkurstúlkur sem voru í 2. deildinni innanhúss settu markið á að fara upp í fyrstu deild. Til að það gengi eftir hefðu þær þurft að vinna sinn riðil eða vera með bestan árangur þeirra liða sem höfnuðu í öðru sæti sinna riðla. Það gekk hins vegar ekki eftir þar sem Keflavík tapaði einum leik, gerði tvö jafntefli og vann aðeins einn leik. Þess vegna lenti liðið aðeins í þriðja sæti riðilsins á eftir HK/Víkingi og Ungmennafélagi Bessastaða, sem kom mjög á óvart.
Því þurfa þær að bíða til næsta árs með að komast upp í efstu deild.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024