Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Íslandsmótið í golfi hafið
Örn Ævar Hjartarson varð Íslandsmeistari í golfi árið 2001 og hefur Golklúbbur Suðurnesja ekki hampað titlinum síðan þá.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 5. ágúst 2021 kl. 08:51

Íslandsmótið í golfi hafið

Íslandsmótið í golfi hófst í morgun á Jaðarsvelli á Akureyri. Fimm þátttakendur frá golfklúbbunum á Suðurnesjum taka þátt í ár og koma þeir allir frá Golfklúbbi Suðurnesja.

Keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 80. sinn í ár og 55. skipti í kvennaflokki en allir þátttakendur GS eru í karlaflokki. Þeir eru Logi Sigurðsson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Pétur Þór Jaidee, Róbert Smári Jónsson og Rúnar Óli Einarsson.

Íslandsmótinu lýkur sunnudaginn 8. ágúst og á meðan mótið fer fram er hægt að fylgjast með stöðu keppenda á vef Golfsambands Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024