Íslandsmótið í borðtennis: Jóhann í undanúrslit
Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson frá Keflavík, sem hefur verið á stöðugri uppleið að undanförnu og stefnir að þátttöku á Ól fatlaðra 2008, hefur bætt enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn. Jóhann komst í dag í undanúrslit í 1. flokki á Íslandsmótinu í borðtennis ófatlaðra, en Jóhann hefur keppt þar síðustu ár.
Undanúrslitin fara fram um hádegisbilið á morgun en Jóhann var nokkuð bjartsýnn þegar Víkurfréttir náðu tali af honum í dag. 1. flokkur er næst sterkasti flokkurinn á Íslandsmótinu, á eftir meistaraflokki.
Mynd: Jóhann í keppni á ÓL 2004