Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslandsmót unglinga í holukeppni
Frá verðlaunaathöfn í flokki 14–15 ára stúlkna. Fjóla Margrét Viðarsdóttir með silfurverðlaunin er lengst til hægri.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 23. ágúst 2020 kl. 09:35

Íslandsmót unglinga í holukeppni

haldið á Hólmsvelli í Leiru

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót unglinga í holukeppni hjá Golfklúbbur Suðurnesja. Mótið þótti heppnast vel á flottri Leirunni og mátti sjá mörg mögnuð tilþrif hjá þessum ungu og efnilegu kylfingum.

Guðmundur Freyr Sigurðsson úr GS sem keppti í flokki 19–21 ára féll úr keppni í sextán manna úrslitum og Logi Sigurðsson, einnig úr GS, rétt missti af niðurskurðinum í riðlakeppni flokks 17–18 ára.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, kylfingur úr GS, stóð sig best heimamanna á mótinu og endaði í öðru sæti í sínum flokki (14–15 ára) eftir úrslitaviðureign gegn Perlu Sól Sigurbrandsdóttur úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024