Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra haldin í Reykjanesbæ um helgina
Ástvaldur Ragnar Bjarnason er meðal keppenda, hann keppir í rennuflokki í boccia fyrir hönd Nes og hefur leik klukkan tíu á laugardag.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 14. október 2022 kl. 12:20

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra haldin í Reykjanesbæ um helgina

Um helgina fara fram Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia og borðtennis. Keppt verður í boccia í Blue-höllinni á laugardag og sunnudag en keppni í borðtennis fer fram í húsnæði Borðtennisfélags Reykjanesbæjar á laugardag.

Keppni í borðtennis fer fram í aðstöðu Borðtennisfélags Reykjanesbæjar (í gömlu slökkvistöðinni) en keppni í boccia fer fram í Blue-höllinni við Sunnubraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánari upplýsingar er að finna á vef Íþróttasambands fatlaðra