Íslandsmót í motocrossi í Sólbrekku á morgun
Fjórða umferð Íslandsmótsins í motocrossi verður í Sólbrekku laugardaginn 8. ágúst nk. Hefst keppnin kl 12.00 með Kvenna og Unglingaflokki. Meistaraflokkur byrjar kl 14.00
Heimamaðurinn Aron Ómarsson er stigahæstur til Íslandsmeistara með fullt hús stiga. Má því búast við spennandi keppni og eru Suðurnesjamenn að sjálfsögðu hvattir til að mæta og styðja okkar mann. Aðgangseyrir er 500.- kr.