Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 24. maí 2000 kl. 11:09

Íslandsmet í sundi

Eydís Konráðsdóttir, sundkona úr Keflavík, bætti eigið Íslandsmet í 100 metra flugsundi á alþjóðlegu sundmóti í Mónakó um síðustu helgi. Eydís synti vegalengdina á 1.02,93 og bætti þar með fjögurra ára gamalt met sitt um 5/100, en hún hafnaði í 9. sæti í sundinu. Eydís bætti einnig eigið met í 200 metra flugsundi, þar sem hún synti á 2.23,83 og lenti í 10. sæti. Íris Edda Heimisdóttir stóð sig einnig mjög vel á mótinu, en hún bætti eigin stúlknamet í 100 og 200 metra bringusundi og hafnaði í 9. sæti í báðum greinum. Í 100 metrunum synti Íris Edda á 1.13,85, þar sem hún bætti stúlknametið um 4/100 úr sekúndu. 200 metrana synti hún svo á 2.35,80 og bætti metið um 1,2 sek.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024