Íslandsmet hjá Söru á HM í Houston
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir bætti og jafnaði Íslandsmet á heimsmeistaramótinu í Ólympískum lyftingum sem fram fór í Houston í Bandaríkjunum um helgina.
Sara jafnaði Íslandsmet í snörun með því að lyfta 80 kg. Hún reyndi svo þrisvar við 85 kg en þau fóru ekki á loft.
Hún kláraði svo 105 kg í jafnhendingu og sló þar með Íslandsmet í samanlögðum árangri og jafnhendingu.
Sara reyndi svo við 110 kg í jafnhendingu í síðustu tilraun en þar fékk hún lyftuna dæmda gilda. Verður að segjast að dómurinn virkar strangur eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.