Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 3. júlí 2000 kl. 14:44

Íslandsmet hjá Eydísi

Eydís Konráðsdóttir, sundkonan knáa úr Keflavík setti í morgun Íslandsmet í 50 metra flugsundi, þegar hún synti vegalengdina á 28,64 sek. Eldra metið var 28,64 sek. en það átti Eydís sjálf. Eydís setti metið á Evrópumeistaramótinu í sundi, en það hófst í Helsinki í Finnlandi í morgun. Tími Eydísar í flugsundinu er 16. besti tími dagsins á mótinu og kepppir hún því í undanúrslitum í dag. Einnig synti Eydís fyrsta sprettinn í 400 m. fjórsundi og keppti í 100 m. flugsundi. Tími hennar í því sundi var 1:02,94, en það er aðeins 1/100 yfir Íslandsmeti hennar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024