Íslandsmet hjá Erlu Dögg
Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir frá Reykjanesbæ setti nýtt Íslandsmet í 400m fjórsundi í Vatnaveröldinni í dag. Erla synti á tímanum 4.52.56 mín. sem er tæplega þriggja sekúndna bæting á gamla Íslandsmetinu. Gamla metið átti Lára Hrund Bjargardóttir síðan í janúar 2001.
Íslandsmetið í dag setti Erla á metamóti ÍRB en hún er í fantaformi um þessar mundir og stefnir ótrauð að því að ná Ólympíulágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Peking síðar á þessu ári.