Íslandsmeistaratitlar til Keflavíkur og Njarðvíkur
Tvö félög af Suðurnesjum, Drengjaflokkur Njarðvíkur og 9. flokkur Keflavíkur, tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í körfuknattleik í Laugardalshöllinni á sunnudag þegar fyrri hluta lokaúrslitanna í yngriflokkum lauk. Njarðvík og Keflavík unnu þar með tvöfalt í þessum flokkum í ár það er að segja í Íslandsmótinu og í bikarkeppninni. Njarðvík vann Keflavík í úrslitum í drengjaflokki og Keflavík vann Njarðvík í 9. flokki kvenna.Keflavík vann Njarðvík, 60-48, í skemmtilegum og vel spiluðum úrslitaleik í 9. flokki kvenna. Keflavík hafði einnig 12 stiga forskot í hálfleik en liðið leiddi þá 37-25. Keflavíkurstúlkur urðu einnig bikarmeistarar á dögunum en liðið vann 24 stiga sigur á Njarðvík í bikarúrslitunum, 55-31. Njarðvíkurliðið veitti þeim mun meiri keppni í úrslitaleiknum í dag. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Keflavíkur í þessum flokki en Haukar höfðu unnið tvö fyrstu ár hans.
María Ben Erlingsdóttir var með 17 stig og 11 fráköst auk þess sem hún nýtti 9 af 10 vítum sínum í leiknum en það vakti athygli og aðdáun að Keflavíkurstúlkur voru með 94,7% vítanýtingu í úrslitaleiknum, hittu úr 18 af 19 vítum sínum. Bryndís Guðmundsdóttir lék einnig vel fyrir Keflavík en hún var með 15 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar og þá var Linda Ásgeirsdóttir með 14 stig. Hjá Njarðvík var Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir með 22 stig og 16 fráköst.
Njarðvík er tvöfaldur meistari í drengjaflokki eftir, 92-88, sigur á Keflavík í öðrum úrslitaleik dagsins en Keflvíkingar voru nærri því búnir að vinna upp gott forskot Njarðvíkinga í lokin. Njarðvík vann Fjölni í bikarúrslitunum, 87-46 og hafa aðeins tapað einum leik í allan vetur. Þetta er fimmti Íslandsmeistaratitill Njarðvíkur í þessum flokki en Njarðvíkingar unnu drengjaflokkinn nú annað árið í röð.
Jóhann Árni Ólafsson átti mjög góðan leik fyrir Njarðvík en hann kom með 27 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar inn af bekknum en Jóhann, sem er enn í 11. flokki, gerði þetta á 28 mínútum. Þá var Ólafur Aron Ingvason traustur með 24 stig og 12 stoðsendingar og Guðmundur Jónsson var með 16 stig og 10 fráköst. Hjá Keflavík var Halldór Örn Halldórsson með 26 stig, 17 fráköst og 6 varin skot en Halldór var með 25 stig og 28 fráköst þegar Keflavík vann Hauka,72-58, í undanúrslitunum. Sveinbjörn Skúlason var með 18 stig og 12 fráköst fyrir Keflavík.
Af heimasíðu KKÍ!
María Ben Erlingsdóttir var með 17 stig og 11 fráköst auk þess sem hún nýtti 9 af 10 vítum sínum í leiknum en það vakti athygli og aðdáun að Keflavíkurstúlkur voru með 94,7% vítanýtingu í úrslitaleiknum, hittu úr 18 af 19 vítum sínum. Bryndís Guðmundsdóttir lék einnig vel fyrir Keflavík en hún var með 15 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar og þá var Linda Ásgeirsdóttir með 14 stig. Hjá Njarðvík var Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir með 22 stig og 16 fráköst.
Njarðvík er tvöfaldur meistari í drengjaflokki eftir, 92-88, sigur á Keflavík í öðrum úrslitaleik dagsins en Keflvíkingar voru nærri því búnir að vinna upp gott forskot Njarðvíkinga í lokin. Njarðvík vann Fjölni í bikarúrslitunum, 87-46 og hafa aðeins tapað einum leik í allan vetur. Þetta er fimmti Íslandsmeistaratitill Njarðvíkur í þessum flokki en Njarðvíkingar unnu drengjaflokkinn nú annað árið í röð.
Jóhann Árni Ólafsson átti mjög góðan leik fyrir Njarðvík en hann kom með 27 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar inn af bekknum en Jóhann, sem er enn í 11. flokki, gerði þetta á 28 mínútum. Þá var Ólafur Aron Ingvason traustur með 24 stig og 12 stoðsendingar og Guðmundur Jónsson var með 16 stig og 10 fráköst. Hjá Keflavík var Halldór Örn Halldórsson með 26 stig, 17 fráköst og 6 varin skot en Halldór var með 25 stig og 28 fráköst þegar Keflavík vann Hauka,72-58, í undanúrslitunum. Sveinbjörn Skúlason var með 18 stig og 12 fráköst fyrir Keflavík.
Af heimasíðu KKÍ!