Íslandsmeistaratign í sjónmáli
„Við þurfum að gera það sama og við höfum verið að gera og undirbúa okkur vel,“ sagði Jón Bjarni í samtali við Víkurfréttir en næsta mót er Alþjóðarallið helgina 17.-19. ágúst og telur það einnig til Íslandsmótsins. Alþjóðarallið er um 400 km á sérleiðum og keppt er á þremur dögum og því mikið álag á ökumönnum og bíl þá helgina. „Bíllinn hjá okkur hefur verið í toppformi og það þurfum við einnig að vera þessa helgi, ef við vinnum okkar flokk í Alþjóðarallinu þá getur enginn náð okkur og við verðum þá Íslandsmeistarar í síðasta rallinu,“ sagði Jón Bjarni en hann og Borgar undirbúa sig nú af kappi fyrir næsta rall.
Líklegt þykir að síðasta rall sumarsins fari fram á Suðurnesjum og þá geta þeir félagar orðið Íslandsmeistarar á heimavelli. „Ef seinasta keppnin verður heima þá kemur ekkert annað til greina en að vinna næsta rall og vinna heima,“ sagði Jón að lokum.