Íslandsmeistararnir burstaðir og sendir heim
Grindvíkingar hreinlega burstuðu Keflvíkinga 112-70 í úrslitaleik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni EPSON-deildarinnar og nú ljóst að nýir Íslandsmeistarar verða krýndir í lok úrslitakeppninnar. Eftir tvo spennandi og jafna leiki og stórskemmtilegan fyrri hálfleik kom Akkilesarhæll Keflvíkinga í vetur berlega í ljós. Liðið missti taktinn í sókninni og ætlaði að bæta það upp með ódýrri en harðri vörn, þeir byrjuðu að teigja sig í alla bolta og taka áhættu til vinstri og hægri. Bikarmeistararnir, undir leikstjórn Brentons Birminghams, nýttu sér misheppnaðar dekkanir varnarinnar til hins ýtrasta og settu niður hvert opna skotið á eftir öðru. Keflvíkingar hertu enn ólina í vörninni og voru margsinnis dæmdir brotlegir ásóknarvelli, eftir eigin misheppnuðu skot, sem auðveldaði einbeittu Grindavíkurliðinu enn að safna inn stigunum. Birmingham var, sem oft áður, mikilvægasti leikmaður Grindvíkinga og Dagur Þórisson bætti heldur betur upp fyrir slaka frammistöðu í úrslitum bikarkeppna vetrarins og átti stórleik(18 stig, 9 fráköst og 7 stolnir boltar) í sókn og vörn. Allir leikmennGrindavíkur eiga hrós skilið því án þátttöku hvers og eins verður ekki leikið af slíkum aga, bæði í sókn og vörn. Í þessu leynist víst einhvers staðar hrós til þjálfarans, Einars Einarssonar.Fjórföld tvenna hjá BrentonBandaríkjamaðurinn Brenton Birmingham þótti ekki eiga neitt sérstaklega góðan leik í fyrsta leik Grindvíkinga og Keflvíkinga á dögunum, skoraði „aðeins” 17 stig. Séu tölulegar staðreyndir leiksins skoðaðar nánar kemur í ljós að Brenton náði í leiknum áfanga sem fáir leikmenn ná á ferlinum. Hann náði nefnilega fjórfaldri tvennu, 17 stig, 14 fráköst, 10 stoðsendingar og 10 stolnir boltar.Nýr Dagur í GrindavíkFyrrum Skagamaðurinn, Dagur Þórisson, hefur heldur betur stigið fram fyrir skjöldu í úrslitakeppninni. Dagur hóf tímabilið mjög vel en dalaði síðan og var hreinlega týndur um tímabil í vetur. Hann átti t.a.m. afar slaka leiki í úrslitum Eggjabikarsins og Renaultbikarsins. Í leikjunum hefur hann, ásamt Brenton Birmingham, öðrum fremur borið lið Grindvíkinga á herðunum. Tölurnar hjá Degi í viðureignunum gegn Keflavík:Leikur nr. 1: 12 stig, 10 fráköst(8 sóknarfráköst) nr. 2: 10 stig, 11 fráköst(hæstur) nr. 3: 18 stig, 9 fráköst(hæstur), 7 stolnir boltar