Íslandsmeistarar í Vefsjónvarpi Víkurfrétta
Í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is má nú sjá ítarlega umfjöllun um þriðja leik Keflavíkur og Snæfells í úrslitum IcelandExpress-deildinni í körfuknattleik sem fram fór í gærkvöldi þar sem Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar.
Tvö ítarleg myndbönd má sjá undir ÍÞRÓTTIR í vefsjónvapinu. Þar er fjöldi viðtala, myndskeið úr leiknum og íþróttafréttamenn VF draga saman leikinn nokkuð ítarlega, eftir fyrri hálfleik og svo í leikslok.
Samtals eru myndböndin um hálf klukkustund af efni og einhverjir notendur gætu þurft að niðurhala myndböndunum áður en horft er á þau, þar sem annað er rúmlega 200 Mb og hitt um 150 Mb.
Fyrri hluti: http://vf.is/veftv/532/default.aspx
Seinni hluti: http://vf.is/veftv/533/default.aspx