Íslandsmeistarar frá Suðurnesjum
Njarðvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í minnibolta drengja um helgina, en mótið fór fram í Rimaskóla í Grafarvogi.
Í Stykkishólmi fór svo fram úrslitamótið í 8. flokki kvenna þar sem Grindvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn eftir spennandi keppni, en þær unnu alla sína leiki, þar af tvo eftir framlengingu.