Miðvikudagur 8. febrúar 2006 kl. 17:14
Íslandsmeistarar árita í útibúi Landsbankans
Körfuknattleikslið Keflavíkurkarla og -kvenna munu árita glæný veggspjöld í útibúi Landsbankans við Hafnargötu á föstudaginn milli kl. 15 og 16. Stelpurnar ætla að byrja kl. 15 og svo munu strákarnir taka við kl. 15:30.
Allir krakkar sem mæta fá plakat, áritun og lítinn glaðning.