Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 15. september 2008 kl. 15:00

Íslandsbikarinn á loft í kvöld

Í dag leikur eldri flokkur Keflavíkur síðasta leik sinn á Íslandsmótinu. Leikið verður gegn ÍR á Iðavöllum og hefst leikurinn kl. 18:00. Keflavík hefur þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Keflavík er með 25 stig fyrir leikinn en ÍR ingar eru í 2. sæti með 20 stig og geta þ.a.l. ekki náð Keflvíkingum að stigum. Annar Íslandsmeistaratitill Keflavíkur á árinu mun því fara á loft að leik loknum. Fyrr í sumar landaði 4. flokkur karla titlinum og svo kemur vonandi sá þriðji í hús þann 27. september.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024