Íslandsbanki styrkir boltakaup
Íslandsbanki færði nýverið barna- og unglingaráði Knattspyrnudeildar Keflavíkur styrk til fótboltakaupa. Á myndinni er Sighvatur Gunnarsson frá Íslandsbanka með formanni barna- og unglingaráðs, Svavari M. Kjartanssyni og yfirþjálfara yngri flokka Jóhanni B. Guðmundssyni.
„Börn og unglingar í Keflavík þakkar Íslandsbanka vel fyrir styrkinn,“ segir í tilkynningu.