Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ísland tapar gegn Belgíu, liðin mætast á ný í Keflavík í kvöld
Föstudagur 25. júní 2004 kl. 09:41

Ísland tapar gegn Belgíu, liðin mætast á ný í Keflavík í kvöld

Karlalandslið Íslands í körfuknattleik tapaði fyrir því belgíska í gær, 78-88.

Leikur Íslands var ágætur, sérstaklega í seinni hálfleik, en varnarleikur liðsins í þeim fyrri var ekki nógu góður og má rekja tapið til þess.
Nýliðinn Arnar Freyr Jónsson frá Keflavík var stigahæstur Íslendinga með 17 stig og Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson stóð vaktina undir körfunni með sóma.

Liðin mætast á ný í Keflavík í kvöld og hefst leikurinn kl. 21, eftir EM leikinn.
VF-mynd: Frá landsliðsæfingu
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024