Ísland og Danmörk skildu jöfn
Vaskir hnefaleikamenn frá Íslandi og Danmörku mættust í Hnefaleikahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld að viðstöddu margmenni sem lét vel í sér heyra. Tíu bardagar fóru fram og skildu liðin jöfn með sína fimm sigrana hvort. Danski veltivigtarmeistarinn Kenneth Nemming var útnefndur hnefaleikmaður kvöldsins en hann lagði Stefán Breiðfjörð úr HFH í skemmtilegum bardaga.
Margir efnilegir hnefaleikakappar stigu fram á sjónarsviðið í kvöld og var frábær stemmning í húsinu. Nánar verður fjallað um bardagana í máli og myndum á morgun en hér að neðan gefur að líta úrslitin í hverjum bardaga fyrir sig.
Andri Már Elfarsson-Dion Bredahl – Andri vann
Hafsteinn Smári Óskarsson-Lau Johansen – Johansen vann
Pétur Ásgerisson-Michael Andreasen - Pétur vann
Sigurbergur Eiríksson-Mark Olsen – Olsen vann
Ævar Ísak Ástþórsson-Alexander Loncar – Ævar vann
Ágúst Hilmar Dearborn-Martin Sivertsen – Sivertsen vann
Gunnar Þór Þórsson-Patrick Nyk – Gunnar vann
Viðar Freyr Viðarsson-Leon Pedersen – Pedersen vann
Vikar Karl Sigurjónsson-Brian Johansen – Vikar vann
Stefán Breiðfjörð-Kenneth Nemming – Nemming vann
VF-Mynd/ [email protected] – Vikar Karl stóð sig frábærlega í kvöld og hafði sigur gegn Brian Johansen. Vikar sló Johansen í gólfið í fyrstu lotu og eftir það var hann hrókur alls fagnaðar og landaði góðum sigri.