Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ísland í 4. sæti á NM
Þriðjudagur 8. ágúst 2006 kl. 10:35

Ísland í 4. sæti á NM

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hafnaði í 4. sæti á Norðurlandamótinu sem fram fór í Tampere í Finnlandi fyrir skemmstu.

Íslendingar léku við Dani um 3. sætið í mótinu en töpuðu naumlega 82-81. Eini sigur liðsins á mótinu var gegn Norðmönnum en þeim leik lauk með 69-90 sigri Íslands.

Logi Gunnarsson gerði flest stig að jafnaði í leik Íslands með 13,75 stig að meðaltali í leik. Síðar í þessum mánuði heldur landsliðið til Hollands þar sem það tekur þátt í æfingamóti og er fyrsti leikur liðsins gegn heimamönnum í Hollandi fimmtudaginn 24. ágúst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024