Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍSÍ úthlutaði rúmum 63 milljónum til afreksstarfs
Föstudagur 12. janúar 2007 kl. 15:16

ÍSÍ úthlutaði rúmum 63 milljónum til afreksstarfs

Tilkynnt var í dag um úthlutanir ÍSÍ en að þessu sinni verður tæpum 48 milljónum úthlutað úr Afrekssjóði og rúmum níu milljónum úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna. Sex einstaklingar af Suðurnesjum komu við sögu í úthlutuninni.

 

Í fréttatilkynningu frá ÍSÍ segir að Afrekssjóður hafi enn fjármagn til aflögu á árinu og það fjármagn verði nýtt í samræmi við árangur og verkefni sérsambandanna. Þrátt fyrir góðan styrk að þessu sinni sé enn langt í land að styrkir ÍSÍ standi undir afreksstarfi sérsambandanna. Kostnaðaráætlun sérsambandanna fer langt fram úr styrkveitingum ÍSÍ.

 

Af Suðurnesjafólki er það að segja að borðtennismaðurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson var færður upp í B-styrk og stefnir hann að því að tryggja sér sæti á Ólympíuleiknunum í Peking árið 2008.

 

Í eingreiðslu fengu sundmennirnir Birkir Már Jónsson og Erla Dögg Harladsdóttir bæði 300 þúsund kr. hvort úr Afrekssjóði. Körfuknattleiksfólkið Hjörtur Hrafn Einarsson, Margrét Kara Sturludóttir og Þröstur Leó Jóhannsson fengu öll 50 þúsund krónur hvert úr styrktarsjóði ungra og framúrskarandi leikmanna. Þá fékk sundmaðurinn Guðni Emilsson 200 þúsund kr. úr sama sjóði og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson fékk 100.000 kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024