Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍSÍ úthlutaði 60 milljónum í dag
Föstudagur 11. janúar 2008 kl. 15:00

ÍSÍ úthlutaði 60 milljónum í dag

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) úthlutaði í dag 60 milljónum króna úr Afrekssjóði, úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna og úr sjóði Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Mesta úthlutunin var úr Afrekssjóði eða alls 42 milljónir króna.

 

Nokkrir Suðurnesjamenn fengu úthlutun að þessu sinni og voru þeir eftirfarandi:

 

Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson er á B-styrk hjá afrekssjóði ÍSÍ þar sem miðast við að hann fái úthlutað um 80 þúsundum króna á mánuði fyrstu níu mánuði ársins. Hann stefnir að ná þátttökurétti á Ólympíumóti fatlaðra í Peking. Jóhann er í 17. sæti á heimsskrá í sínum flokki í borðtennis.

 

Þá fékk Sundsamband Íslands úthlutað alls 4.780.000,- kr. og þar af fær sundkonan öfluga Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB, eingreiðslu sem nemur 300.000,- kr.

 

Eftirfarandi sundmenn frá ÍRB fengu úhlutun úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna í dag:

 

ÍRB:

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, 150.000,- kr

Soffía Klemenzdóttir, 150.000,- kr

Jóna Helena Bjarnadóttir, 100.000,- kr

 

VF-Mynd/ [email protected]Frá úthlutun styrkja ÍSÍ í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024