Ísak yfirgefur Keflvíkinga
Ísak Örn Þórðarson leikmaður Keflavíkur hefur gengið til liðs við Hauka í Hafnarfirði á láni frá Keflvíkingum.
Ísak Örn, sem er 22 ára, gekk til liðs við Keflavík í vetur en Keflvíkingar hafa marga sterka sóknarmenn innan sinna raða.
Ísak kom til Keflvíkinga frá uppeldisfélagi sínu Njarðvík í vetur en hann skoraði tvö mörk í 16 leikjum í fyrstu deildinni í fyrra.
Mynd: Ísak hér á miðri mynd í leik með Keflvíkingum