Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ísak Óli í lokahóp U-21 og snýr aftur til Keflavíkur
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 19. mars 2021 kl. 11:48

Ísak Óli í lokahóp U-21 og snýr aftur til Keflavíkur

Ísak Óli Ólafsson hefur verið valinn í lokahóp fyrir lokakeppni EM U-21 landsliða sem fram fer í Ungverjalandi. Fyrsti leikur Íslands verður þann 25. mars gegn Rússlandi, Ísland leikur einnig í riðli með Danmörku og Frakklandi. Allir leikir Íslands verða sýndir beint á RÚV.

Ísak Óli hefur verið leikmaður SønderjyskE í Danmörku í dönsku úrvalsdeildinni en þangað fór hann frá Keflavík eftir tímabilið 2019.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við erum hrikalega stolt af Ísak Óla og viljum óska honum innilega til hamingju með valið og óskum honum og liðsfélögum hans góðsgengis ytra og munu Keflvíkingar væntanlega fjölmenna fyrir framan sjónvarpsskjáinn til að horfa á okkar mann og hvetja Ísland áfram!,“ segir í færslu á Facebook-síðu Keflvíkinga.

Ísak Óli í leik með Keflavík 2018. Mynd: Fótbolti.net

Ísak Óli aftur til liðs við Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur sendi út tilkynningu á Facebook-síðu sinni þess efnis að Ísak Óli snúi aftur heim í Bítlabæinn. Ísak Óli kemur á láni frá SønderjyskE sem hann varð bikarmeistari með á seinustu leiktíð og lék þar stórt hluverk.

Í tilkynningunni segir m.a.: „Ísak þekkir vel til og við þekkjum hann vel og vitum við hvað í honum býr og mun hann styrkja liðið okkar mikið. Mikið er vænst af Ísak og hlökkum við mikið til að sjá hann aftur í Keflavíkurbúningnum!

Velkominn heim Ísak Óli og Áfram Keflavík!“