Írskur leikmaður til Keflavíkur
Knattspyrnulið Keflavíkur hefur fengið írska varnar/miðjumanninn Brian O´Callaghan til liðs við sig fyrir átökin sem framundan eru í Landsbankadeildinni.
Brian þessi er 24 ára fyrrum unglingalandsliðsmaður og kynntist Guðjóni er hann þjálfaði Barnsley þar sem Brian var á mála í 6 ár. Leikmaðurinn er í góðu formi að sögn heimasíðu Keflavíkur þar sem hann lék um 55 leiki síðastliðinn vetur.
Hann verður í hópnum hjá Keflavík í kvöld þar sem þeir mæta ÍA í æfingaleik á Skaganum.