Íris Ósk Norðurlandameistari á Norðurlandamóti æskunnar
Norðurlandamót Æskunnar var haldið í Kaupmannahöfn dagana 7. Og 8 júlí sl. Þátttökulönd voru Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Eystland og Færeyjar. Strákarnir eru á aldrinum 15-16 ára (1996 – 1997) en stelpurnar eru 13-14 ára (1998-1999). Mjög stífar kröfur voru til að ná lágmörkum inná þetta mót en einungis 3 íslenskir sundmenn náðu lágmörkunum inná mótið en þau voru Kristinn Þórarinsson úr Fjölni, Íris Ósk Hilmarsdóttir og Birta María Falsdóttir en þær koma báðar frá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar.
Fysti hluti mótsins hófst á laugardagsmorgni þar sem Íris Ósk var fyrst Íslensku keppandanna og keppti hún í 50m baksundi og synti hún á tímanum 32.01 sem sem er bæting á hennar besta tíma. Næstur var Kristinn en hann keppti einnig í 50 m. Baksundi á tímanum 27.74 sem og náði 3. Sæti
50. m. baksund piltar
1. | Marius Solaat Rödland | Noregur | 27.32 sek |
2. | Armin Porobic | Noregur | 27.48 sek |
3. | Kristinn Þórarinsson | Ísland | 27.74 sek |
Birta María synti næst og þá í 800 m. Skriðsundi á tímanum 9:31,72 mínútur og var í 5. Sæti, Kristinn endaði fyrsta hluta mótsins með því að synda 100 m. Skriðsund á tímanum 56.09 sek.
Í öðrum hluta mótsins þá synti Birta María 200 m. Skriðsund á tímanum 2:13.14 mínútur og var þetta mjög gott sund hjá henni og endaði í 6. Sæti. Næst var 100 m. Baksund þar sem Íris Ósk átti mjög gott sund þegar hún synti á tímanum 1:07.79 og náði 3. Sæti en eftir 50 metra þá var Íris Ósk í 6. Sæti en vann sig upp á endasprettinum.
100 m, baksund telpur
1. | Caroline Erichsen | Danmörk | 1:05.55 mín. |
2. | Isabell Mass | Danmörk | 1:07.56 mín. |
3. | Íris Ósk Hilmarsdóttir | Ísland | 1:07.79 mín. |
4. | Sigrid Sepp | Eystland | 1:07.94 mín. |
5. | Linnea Wranaa | Svíþjóð | 1:07.98 mín. |
6. | Dinah Jönsson | Svíþjóð | 1:08.01 mín. |
Kristinn endaði þennan hluta einnig á 100m. Baksundi en hann átti mjög gott sund og náði 2. Sæti á tímanum 59.78 sekúndur.
100 m. Baksund drengir
1. | Armin Porobic | Noregur | 58.52 sek. | |
2. | Kristinn Þórarinsson | Ísland | 59.75 sek. | |
3. | Marius Solaat Rödland | Noregur | 59.89 sek. |
Seinasti hluti mótsins fór fram á sunnudeginum þar sem Birta María synti 400 m. Skriðsund og bætti hún sinn besta tíma og náði 5. Sæti. Næsta sund var 200 m. Baksund þar sem Íris Ósk synti glæsilegt sund á tímanum 2:23.22 mínútur og bætti hún tímann sinn um 1,6 sekúndur og fékk gull og varð þar með Norðurlandameistari í sínum aldursflokki.
200 m. Baksund telpur
1. | Íris Ósk Hilmarsdóttir | Ísland | 2:23.22 mín. |
2. | Emma Augustsson | Noregur | 2:24.50 mín. |
3. | Caroline Erichsen | Danmörk | 2:25.26 mín |
Kristinn keppti einnig í 200 m. Baksundi og var hann alveg við sinn besta tíma eða 2:11.72 mín. Og skilaði það honum 3. Sæti.
200 m. Baksund piltar
1. | Patrik Löfgren | Svíþjóð | 2:11.02 mín. |
2. | Sander Anderson | Noregur | 2:11.07 mín. |
3. | Kristinn Þórarinsson | Ísland | 2:11.72 mín. |
Kristinn átti síðan síðasta sundið sem var 200 m. Fjórsund en hann var alveg við tímann sinn og nældi hann sér einnig í 3. Sæti í þessari grein.
200 m. Fjórsund drengir
1. | Rasmus Skjærpe | Noregur | 2:08.57 mín. |
2. | Patrik Löfgren | Svíþjóð | 2:11.74 mín. |
3. | Kristinn Þórarinsson | Ísland | 2:13.80 mín. |
Árangur á mótinu var mjög góður þar sem íslensku keppendurnir fengu 1 Gull og þá Norðurlandameistaratitil, 1 Silfur og 3 Brons og mega þessi krakkar öll vera stollt af árangri sínum og voru þau íþróttafélögum sínum og landi til sóma.