Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 2. janúar 2001 kl. 04:32

Íris Edda er íþróttamaður Reykjanesbæjar

Íris Edda Heimisdóttir var valin íþróttamaður Reykjanesbæjar árið 2000 við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu í Njarðvík á gamlársdag. Það var Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri sem veitti henni verðlaunin.
Camilla Petra Sigurðardóttir, Mána og Jóhann Kristjánsson, NES lentu í þriðja sæti í vali um íþróttamann ársins og Teitur Örlygsson, UMFN var í öðru sæti. Bræðurnir Hörður og Hólmgeir Guðmundssynir voru heiðraðir fyrir óeigingjarnt starf í þágu Golfklúbbs Suðurnesja í gegnum tíðina.
Reykjanesbær eignaðist 180 Íslandsmeistara á árinu og fengu þeir allir viðurkenningar fyrir frábæran árangur. Auk þess var valinn íþróttamaður ársins í hverri grein fyrir sig.
Guðmundur Steinarsson, Keflavík, var valinn knattspyrnumaður ársins, Teitur Örlygsson UMFN hlaut titilinn körfuknattleiksmaður ársins, fimleikamaður ársins var Heiðrún Rós Þórðardóttir Keflavík, sundmaður ársins 2000 var Íris Edda Heimisdóttir Keflavík, Ólafur Jón Jónsson Keflavík badmintonmaður ársins, Eiríkur A. Björgvinsson Keflavík keilumaðurinn, Árni Leifsson Keflavík skotmaður ársins og Þórdís Garðarsdóttir UMFN var valin lyftingamaður ársins. Davíð Sveinsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í frjálsum íþróttum, Camilla Petra Sigurðardóttir, Mána fyrir hestaíþróttir, Sigurður Alberstsson, GS var golfari ársins, Heiðrún Pálsdóttir, Knörr var siglingamaður ársins og Jóhann Kristjánsson, NES var valinn íþróttamaður fatlaðra.

Á myndinni eru talið frá vinstri: Jóhann Kristjánsson, NES, Camilla Petra Sigurðardóttir, Mána, Teitur Örlygsson, UMFN og Íris Edda Heimisdóttir, Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024