ÍRB stóðu sig vel á alþjóðlegu sundmóti
Sundmenn ÍRB stóðu sig vel á alþjóðlegu sundmóti i Edinborg um helgina. Erla Dögg Haraldsdóttir vann til ferna verðlauna, gull i 100m bringu, silfur i 200m flugsundi, silfur í 200m bringusundi og brons i 100m flugsundi. Helena Ósk Ívarsdóttir vann til tvennra verðlauna, gull i 100m bringu og silfur i 200m bringu. Þá náði Guðni
Emilsson silfurverðlaunum í 200m bringusundi.
Vf-mynd/úr safni-Erla Dögg