Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

ÍRB sigrar á KR-mótinu fjórða árið í röð
Mánudagur 21. febrúar 2005 kl. 15:59

ÍRB sigrar á KR-mótinu fjórða árið í röð

ÍRB sigraði hið árlega sundmót KR með ótrúlegum yfirburðum um helgina. Næsta félag í röðinni var með helmingi færri stig og telja aðstandendur að þessi árangur gefi góð fyrirheit fyrir Aldursmeistaramót Íslands í sumar.

Yngsta kynslóð sundamanna ÍRB stóð sig sérlega vel og unnu þau sigur í nánast hverri einustu grein og oft og tíðum einokuðu þau jafnvel þrjú efstu sætin.

Þeir sem unnu til gullverðlauna í yngri flokkunum voru: Soffía Klemenzdóttir (6 gull), Hermann Bjarki Níelsson (4 gull), Ingi Rúnar Árnason (3 gull), María Halldórsdóttir (2 gull), Rúnar Ingi Eðvarðsson (1 gull) og Svandís Þóra Sæmundsdóttir (1 gull).

Boðsundssveitir félagsins voru einnig  algjörlega ósigrandi í öllum boðsundum í bæði  meyja og sveinaflokki. Sveitirnar voru þannig skipaðar. Sveinar: Hermann Bjarki Níelsson, Ingi Rúnar Árnason, Rúnar Ingi Eðvarðsson og Eyþór Ingi Júlíusson. Meyjar: Soffía Klemenzdóttir, María Halldórsdóttir, Svandís Þóra Sæmundsdóttir og Hildur Ýr Sæbjörnsdóttir.

Í stigakeppni einstaklinga þá stóð sundfólk ÍRB sig vel. Í meyjaflokknum var Soffía Klemenzdóttir í fyrsta sæti og María Halldórsdóttir í öðru sæti, og í sveinaflokknum var Hermann Bjarki Níelsson í fyrsta sæti og Ingi Rúnar Árnason í öðru sæti.

Eldri sundmennirnir voru einnig að standa sig mjög vel og í sumum greinum voru þau að vinna þrefaldan sigur. Eldri sundmennirnir eru nú í stífum æfingum því framundan er Íslandsmeistaramótið  um miðjan mars, en þar er stefnt á toppinn eins og endra nær.

Eitt met var sett af liðsmanni ÍRB. Erla Dögg Haraldsdóttir setti stúlknamet í 50m bringusundi og bætti það gamla um 2/10 úr sek. Þá gerði Tinna Rún Kristófersdóttir sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í unglingalandsliðinu með frábæru sundi í 200m bringusundi þar sem hún lenti í öðru sæti.

Í stigakeppni einstaklinga 15 ára og eldri varð Erla Dögg Haraldsdóttir í öðru sæti í kvennaflokki  á eftir dönsku sundkonunni Mette Jacobsen og Birkir Már Jónsson varð þriðji í karlaflokki.
 
Sannarlega glæsilegur árangur og lofar góðu fyrir tímabilið sem er framundan.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024