ÍRB sigraði á Sundmeistaramóti Íslands
Lið Íþróttabandalags Reykjanesbæjar vann sinn fyrsta íslandsmeistaratili er liðið bar sigur úr býtum í liðakeppni Sundmeistaramót Íslands sem fram fór um helgina í Laugardalslaug. Liðið vann alls til 8 gullverðlauna, 14silfurverðlauna og 9 silfurverðlauna. Lið SH varð í öðru sæti og lið Ægis í því þriðja.Þeir sem urðu íslandsmeistarar voru Jón Oddur Sigurðsson í fjórum greinum, Birkir Már Jónsson í tveimur greinum, Magnús Sveinn Jónsson í tveimur greinum, Guðlaugur Már Guðmundsson í einni grein, Erla Dögg Haraldsdóttir í einni grein og Díana Ósk Halldórsdóttir í einni grein. Mótið þetta er lokapunktur tímabilsins sem síðan hefst að nýju um miðjan ágúst. Tveir af af liðsmönnum deildarinnar eru þó ekki alveg farnir í frí, þeir Jón Oddur Sigurðsson og Guðlaugur Már Guðmundsson. Því um næstu helgi keppa þeir þeir á Evrópumeistarmóti Unglinga í Austurríki. Lið ÍRB vantaði þó sterkan einstakling í sínar raðir, Írisi Eddu Heimisdóttur en hún hefur verið við æfingar og keppni í Danmörku síðan um áramót. Nú um helgina keppti hún á danska meistarmótinu og gerði það gott er hún varð danskur meistari í 200m bringusundi. Lið ÍRB hefur svo sannarlega staðið sig vel á tímabilinu, var með flesta íslandsmeistartitla á innanhússmeistaramótinu og líka núna á utanhússmeistaramótinu. Náði þriðja sæti og góðum árangri í bikarkeppninni og öðru sæti á aldursflokkameistaramótinu. En í öðrum liðakeppnum á timabilinu þá hefur liðið hrósað sigri, sigurvegarar á KR mótinu, ÍA Esso mótinu og síðast en ekki síst vann liðið yfirburðasigur á Vinabæjarmótinu í sundi sem fram fór í Kerava í Finnlandi.