Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB með silfur og brons í Bikarkeppninni
Mánudagur 31. maí 2010 kl. 10:53

ÍRB með silfur og brons í Bikarkeppninni

Nú um helgina fór fram Bikarkeppni Sundsambands Íslands í Vatnaveröld. ÍRB sá um alla umgjörð mótsins og gekk það að óskum en Ægir sigraði kvennaflokkinn og SH karlaflokkinn í heildarstigakeppni mótsins. Auk þess að halda mótið sendi ÍRB lið sitt til keppni í 1.deild mótsins og lentu þau í 2. sæti í kvennaflokki og 3. sæti í karlaflokki.
ÍRB er með ungt lið og er að fara í gegnum kynslóðaskipti og er árangur þeirra á mótinu því mjög góður. ÍRB fór með sigur af hólmi í þrem greinum, vann til fjögurra silfurverðlauna og sex bronsverðlauna. Karlaliðið lenti í þriðja sæti í heildar stigakeppninni með 13.895 stig en kvennaliðið lenti í öðru sæti með 13.878 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úrslit 1.deildar:
Konur:
1. Ægir 14.904 stig
2. ÍRB 13.878 stig
3. SH 13.070 stig
4. ÍA 12.846 stig
5. KR 12.154 stig
6. Óðinn 12.113 stig
 
Karlar:
1. SH 14.420 stig
2. Ægir 13.895 stig
3. ÍRB 12.305 stig
4. ÍA 11.405 stig
5. KR 10.687 stig
6. Óðinn 9.754 stig

Hér má finna úrslit í stökum greinum á mótinu.