Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB með forystu á AMÍ mótinu
Laugardagur 24. júní 2006 kl. 14:34

ÍRB með forystu á AMÍ mótinu

AMÍ mótið sem haldið er í Sundmiðstöðinni í Reykjanesbæ hefur gengið afar vel það sem af er og er nú fjórði hltim mótsins í fullum gangi. Heimamenn í ÍRB hafa staðið sig afar vel en þau voru með góða forystu í stigakeppninni eftir að keppni lauk á föstudaginn.

Ljóst er að sundfólkið kemur vel undirbúið til leiks þar sem tímar voru góðir, mikið um bætingar og virðist hin stórglæsilega nýja sundlaug vera mjög hröð.

Eitt unglingamet var sett  í gær þegar telpnasveit KR, 13-14 ára setti meyjamet í 4x50m skriðsundi og synti á 1:56,27mín. og bætti met Skagatelpna frá 2004.

Einnig var höggvið nærri tveimur unglingametum:
Í drengjaflokki (13-14 ára) synti Hrafn Traustason ÍA  á 2:28.13 mín í 200m bringusundi og var aðeins 0,07sek. frá meti Guðna Emilssonar frá 2003.

Í stúlknaflokki (15-17 ára) synti boðsundssveit Ægis á 1:51,85 mín. og voru aðeins 9/100 úr sekúndu frá meti ÍRB frá 2004.

Í stigakeppninni hefur ÍRB örugga forystu eins og fyrr sagði en mikil keppni er milli Ægis og Skagamanna um 2. sætið og milli SH og Óðins um 4. sætið.

Stigastaðan
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 561stig.
Sundfélagið Ægir 452,5 stig.
Sundfélag Akranes 424 stig.
SH 309 stig.
Sundfélagið Óðinn 288 stig.


Úrslit 3. hluta

50  Metrar Skriðsund Karlar 15-17
1.         Guðni Emilsson 17         ÍRB 0:24.53mín

50  Metrar Skriðsund Konur 15-17
1.         Auður Sif Jónsdóttir  17 Ægi        26.85mín

200  Metrar Bringusund Karlar 12 & yngri
1.         Kolbeinn Hrafnkelsson 12  SH 3:03.38mín

200  Metrar Bringusund Konur 12 & yngri
1.         Lilja Ingimarsdóttir 12 ÍRB 2:59.24mín

200  Metrar Bringusund Karlar 13-14
1.         Hrafn Traustason 14 ÍA 2:28.13mín

200  Metrar Bringusund Konur 13-14
1.         Bryndís Rún Hansen 13 Óðni 2:49.12mín

200  Metrar Bringusund Karlar 15-17
1.         Guðni Emilsson 17 ÍRB 2:23.78mín

200  Metrar Bringusund Konur 15-17
1.         Hrafnhildur Luthersdóttir 15         SH 2:34.44mín

100  Metrar Fjórsund Karlar 12 & yngri
1.         Sigurður Friðrik Kristjánsson 12         SH 1:17.97mín

100  Metrar Fjórsund Konur 12 & yngri
1.         Elín Erla Káradóttir 12 Óðni        1:16.84mín

4x50m Skriðsund Karlar12 & yngri
1. ÍA 2:15.78mín

4x50m Skriðsund Konur 12 & yngri 
1. Ægi 2:14.60mín.

4x50m Grein 31  Karlar 13-14 ára.
1. ÍA 1:56.57mín.

4x50m Skriðsund  Konur 13-14 ára.
1. KR 1:56.27mín.

4x50m Skriðsund Karlar 15-17 ára.
1.ÍRB 1:43.87mín.

4x50m Skriðsund Konur 15-17 ára.
1. Ægi 1:51.85mín.
 
Mynd: Af heimasíðu mótsins. Hér má sjá fleiri myndir af mótinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024