Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB með flest verðlaun á ÍM50
Fimmtudagur 16. apríl 2015 kl. 12:00

ÍRB með flest verðlaun á ÍM50

Sundmenn frá ÍRB gerðu virkilega góða hluti á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fór fram í Laugardalslaug sl. helgi og náði liðið í flest verðlaun allra félaga sem tóku þátt í mótinu. Samtals vann sveitin 37 verðlaun, sem er einum verðlaunum meira en firnasterk sveit SH.
 
 
ÍRB vann samtals 8 Íslandsmeistaratitla á mótinu, þar af 1 í boðsundi. Mörg einstaklingsafrek litu dagsins ljós en Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir náðu lágmörkum á Evrópuleikana sem haldnir verða í sumar. Þá náði Stefanía Sigurþórsdóttir fyrsta lágmarki á Norðurlandameistaramót æskunnar sem einnig fer fram í sumar. Þá settu sundmenn frá ÍRB tvö aldursflokkamet á mótinu auk þess sem að fjölmörg innanfélagsmet féllu.
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024